Innlent

Ráðherra skýtur á Miðflokkinn

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Sigríður Á. Andersen sendi Miðflokknum pillu.
Sigríður Á. Andersen sendi Miðflokknum pillu. VÍSIR/HANNA

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins sem kveður á um að húsnæðisverð skuli ekki reiknað með í útreikningi vísitölu neysluverðs.

Málinu var vísað til ríkisstjórnar á þingfundi í gær. Gramdist þingmönnum Miðflokksins það mjög og hótuðu málþófi. Sögðu þeir að frávísunartillagan stangaðist á við samkomulag um þinglok.

„Höggið á lánþega við bankahrunið hefði orðið miklu meira ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið inni í vísitölunni. Verðtryggð lán hefðu þá hækkað um 22% í stað 15%,“ skrifar Sigríður á Facebook-síðu sinni og bætir við.

„Verðbólgan á þessu tímabili var stundum nefnd forsendubrestur. Hvað hefði hún verið nefnd ef hún hefði verið helmingi meiri?“


Tengdar fréttir

Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn

Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu.

Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum

14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.