Bíó og sjónvarp

Sjáðu stiklu úr Síðustu áminningunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á meðal þeirra sem rætt er við í myndinni er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Á meðal þeirra sem rætt er við í myndinni er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ný heimildarmynd eftir þá Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi.

Myndin heitir Síðasta áminningin en í henni er sjálfsmynd og hugarfar Íslendinga skoðað út frá sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Rætt er við þrjá leikmenn liðsins og aðra þjóðþekkta einstaklinga í myndinni en Hafsteinn Gunnar leikstýrir og skrifar handritið ásamt Guðmundi.

Í myndinni er rætt við leikmennina Birki Má Sævarsson, Elmar Bjarnason og Jón Daða Böðvarsson og meðal annars við rithöfundana Jón Kalman Stefánsson og Auði Övu Ólafsdóttur.

Hafsteinn Gunnar leikstýrði síðast verðlaunamyndinni Undir trénu sem kom út í fyrra en Guðmundur Björn er höfundur útvarpsþáttanna Markmannshanskarnir hans Albert Camus sem voru á dagskrá RÚV og vöktu mikla athygli.

Síðasta áminningin er framleidd af Sindri Páli Kjartanssyni og Sigurjóni Sighvatssyni í samvinnu við RÚV. Hún hefur nú þegar verið seld til norsku og dönsku ríkisstöðvanna.

Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.