„Mánudaginn 4. júní varð alvarlegt bílslys við Vesturlandsveg þar sem tvær bifreiðar skullu saman, fólksbifreið og stór fjölskyldubíll. Ökumaður fólksbílsins var að taka fram úr þegar hann ók á fjölskyldubílinn. Í fjölskyldubílnum voru kona ásamt 7 af börnum sínum og systursonur hennar. Ökumaður bifreiðarinnar sem fór framan á þau er því miður látinn og slösuðust Sigrún og börnin. Sigrún er nýlega útskrifuð af gjörgæslu en einni dóttur hennar er enn haldið sofandi á gjörgæslu mikið slösuð en þeir eru að vinna í að vekja hana smátt og smátt.”

„Bíllinn þeirra gjöreyðilagðist við áreksturinn og þó þau fengju eitthvað úr tryggingunum þá var þetta gamall bíll, en þeim bráðnauðsynlegur. Sigrún á 10 börn og þarf að getað ferðast á milli með allavega 8 þeirra í einu. Sigrún er í masters námi við sálfræðideild Háskóla Íslands og var nýlega byrjuð í sumarvinnu. Atvinnuöryggið er því ekki mikið og horfa þau á tekjutap ofan á það að þurfa að fjárfesta í bíl. Þetta er allt saman gríðarlega mikið áfall fyrir stóra fjölskyldu. Þess vegna langar okkur að aðstoða þau eins og við getum.”
Fyrir þá sem komast ekki en vilja styrkja hana eru þau einnig með styrktarreikning, reikningsnúmerið er 0545-14-408963 og kennitalan 100754-3129.