Innlent

Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í gærkvöldi.
Frá vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir
Fjórir eru á gjörgæslu eftir harðan árekstur tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Um var að ræða árekstur fólksbíls og hópferðabifreiðar, en ökumaður fólksbílsins lést.Níu voru í hópferðabifreiðinni, einn fullorðinn og átta börn. Öll voru þau flutt á sjúkrahús, fjórir á gjörgæslu og fimm á almenna deild.Hinn látni, erlendur ríkisborgari búsettur hér á landi, var einn í fólksbílnum sem var ekið úr borginni en hópferðabílnum var ekið í átt að borginni.Í janúar síðastliðnum varð banaslys á svipuðum slóðum þegar fólksbíll og flutningabíl rákust saman. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins, karlmaður á fertugsaldri.Vesturlandsvegi var lokað í um tvær klukkustundir í gærkvöldi, frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi, á meðan vinna á vettvangi stóð yfir.Óska eftir vitnum

Í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á tólfta tímanum í dag kemur fram að erlendur ríkisborgari, karlmaður á fertugsaldri, sem búsettur var hér á landi hafi látist í slysinu. Hann var ökumaður fólksbifreiðarinnar.Þá óskar lögregla eftir vitnum að árekstrinum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að honum eða aðdraganda hans eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða senda upplýsingar til lögreglu með tölvupósti á netfangið stella.mjoll@lrh.is.Tilkynning lögreglu í heild:

Rannsókn stendur yfir á umferðarslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar lentu saman fólksbifreið og sendibifreið.  Ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á fertugsaldri, erlendur ríkisborgari, búsettur hér á landi, lést í slysinu. Níu einstaklingar, sem allir voru í sendibifreiðinni, voru fluttir á slysadeild þar af fjórir taldir alvarlega slasaðir. Í tengslum við rannsóknina óskar lögregla eftir vitnum að árekstrinum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að honum eða aðdraganda hans og ekki hafa verið í sambandi við lögreglu, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða senda upplýsingar til lögreglu með tölvupósti á netfangið stella.mjoll@lrh.is

Uppfært klukkan 11:56 með upplýsingum frá Landspítalanum um að enn væru fjórir á gjörgæslu.


Tengdar fréttir

Banaslys á Kjalarnesi

Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.