Innlent

Fjórir lögreglubílar skemmdust er 17 ára pilti var veitt eftirför

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður í Mjóddinni.
Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður í Mjóddinni. Vísir/Eyþór

Fjórar lögreglubifreiðar skemmdust er lögregla veitti 17 ára ökumanni eftirför í austurborginni laust eftir klukkan 19 í kvöld. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Upphaf málsins má rekja til þess að lögreglan hugðist stöðva för ökumanns á númerslausri bifreið á Víkurvegi í Grafarvogi um klukkan 19. Sá sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á brott á miklum hraða.

Lögregla fylgdi manninum eftir og stöðvaði hann að lokum í Mjóddinni þar sem lögreglubifreiðum var ekið í veg fyrir bíl hans. Ökumaðurinn, sem er 17 ára eins og áður sagði, var einn í bílnum og fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Meiðsl hans eru talin minniháttar og bíður hans nú yfirheyrsla hjá lögreglu.

Þá eru tvær lögreglubifreiðanna óökuhæfar eftir eftirförina og sama á við um bíl piltsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.