Ótrúleg vegferð þvottabjarnar skók netheima Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2018 21:52 Þvottabjörninn í hæstu hæðum. Hann komst óhultur upp á þak skýjakljúfsins. Twitter/timnelson_mpr Þrautseigur þvottabjörn, sem kleif 25 hæða skýjakljúf í borginni St. Paul í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gær, hefur vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum. Fjölmargir fylgdust með ferð bjarnarins upp bygginguna en segja má að henni hafi verið lýst í beinni útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir af þvottabirninum bárust síðdegis á þriðjudag. Hér að neðan má sjá mynd sem Twitter-notandi tók út um glugga á 13. hæð skýjakljúfsins en þar sést björninn klifra utan á vegg hússins og stefnir upp. Á þessum tímapunkti var ferðalagið aðeins rétt að byrja.My picture from the 13th floor around noon. Hope he makes it down OK! #mprraccoonpic.twitter.com/gfVWysn9iO — Ben (@Johnson88Ben) June 12, 2018 Samfélagsmiðlanotendur á efri hæðum byggingarinnar deildu einnig myndum af þvottabirninum eftir því sem hann fikraði sig hærra upp en þess má geta að þegar svo hátt er komið er ekki hægt að opna glugga hússins. Þvottabjörninn sást til að mynda hvíla sig á gluggasyllu á 22. hæð og þá voru birtar myndir af slökkviliðsmönnum sem mátu það svo að ekki borgaði sig að ráðast í björgunaraðgerðir. Betra væri að bíða þar til hann næði upp á topp. Can confirm #MPRraccoon is still itchy. Got a little visit from @StPaulFireDept too! Cat food awaits it on the roof. pic.twitter.com/WeOTWmbaqz — Evan Frost (@efrostee) June 12, 2018The #mprraccoon has arisen from his nap and is climbing again. pic.twitter.com/K1popKu2bF — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 12, 2018After a delicious meal of soft cat food, #mprraccoon has been caught and will be picked up by Wildlife Management. Goodbye friend! pic.twitter.com/twcBPpjOQk — UBS Plaza (@ubs_plaza) June 13, 2018 Þvottabjörninn komst að lokum heilu og höldnu upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans kattamatur. Birninum var að því búnu komið í öruggt skjól á miðvikudagsmorgun. Áhugasamir geta kynnt sér ferðalag þvottabjarnarins undir myllumerkinu #mprraccoon á Twitter. Þá má horfa á úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu neðst í fréttinni.Here she goes, the #mprraccoon with an extra can of cat food for the ride. pic.twitter.com/QGiwGDUtxp — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 13, 2018 Dýr Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Þrautseigur þvottabjörn, sem kleif 25 hæða skýjakljúf í borginni St. Paul í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gær, hefur vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum. Fjölmargir fylgdust með ferð bjarnarins upp bygginguna en segja má að henni hafi verið lýst í beinni útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir af þvottabirninum bárust síðdegis á þriðjudag. Hér að neðan má sjá mynd sem Twitter-notandi tók út um glugga á 13. hæð skýjakljúfsins en þar sést björninn klifra utan á vegg hússins og stefnir upp. Á þessum tímapunkti var ferðalagið aðeins rétt að byrja.My picture from the 13th floor around noon. Hope he makes it down OK! #mprraccoonpic.twitter.com/gfVWysn9iO — Ben (@Johnson88Ben) June 12, 2018 Samfélagsmiðlanotendur á efri hæðum byggingarinnar deildu einnig myndum af þvottabirninum eftir því sem hann fikraði sig hærra upp en þess má geta að þegar svo hátt er komið er ekki hægt að opna glugga hússins. Þvottabjörninn sást til að mynda hvíla sig á gluggasyllu á 22. hæð og þá voru birtar myndir af slökkviliðsmönnum sem mátu það svo að ekki borgaði sig að ráðast í björgunaraðgerðir. Betra væri að bíða þar til hann næði upp á topp. Can confirm #MPRraccoon is still itchy. Got a little visit from @StPaulFireDept too! Cat food awaits it on the roof. pic.twitter.com/WeOTWmbaqz — Evan Frost (@efrostee) June 12, 2018The #mprraccoon has arisen from his nap and is climbing again. pic.twitter.com/K1popKu2bF — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 12, 2018After a delicious meal of soft cat food, #mprraccoon has been caught and will be picked up by Wildlife Management. Goodbye friend! pic.twitter.com/twcBPpjOQk — UBS Plaza (@ubs_plaza) June 13, 2018 Þvottabjörninn komst að lokum heilu og höldnu upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans kattamatur. Birninum var að því búnu komið í öruggt skjól á miðvikudagsmorgun. Áhugasamir geta kynnt sér ferðalag þvottabjarnarins undir myllumerkinu #mprraccoon á Twitter. Þá má horfa á úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu neðst í fréttinni.Here she goes, the #mprraccoon with an extra can of cat food for the ride. pic.twitter.com/QGiwGDUtxp — Tim Nelson (@timnelson_mpr) June 13, 2018
Dýr Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira