Segir hættuna felast í lágum launum en ekki launahækkunum Sighvatur skrifar 14. júní 2018 06:00 Hagfræðiprófessorinn Özlem Onaran segir að efnahagslífinu stafi hætta af lágum launum. Hærri laun leiði til aukins kaupmáttar og eftirspurnar. Hún segir sérstaklega mikilvægt að hækka lægstu laun. Vísir/Sigtryggur „Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“ Þetta segir breski hagfræðingurinn Özlem Onaran sem er prófessor við Greenwich-háskóla í London. Hún hélt erindi á vegum Eflingar á dögunum en yfirskrift fundarins var „Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga“. Onaran bendir á að hlutfall launa af landsframleiðslu hafi farið minnkandi á heimsvísu undanfarin ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé aukinn ójöfnuður og óstöðugt efnahagskerfi.„Við höfum áhyggjur af þessari þróun út frá sjónarmiðum um sanngirni. Það er hægt að snúa þróuninni við og rannsóknir okkar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af landsframleiðslu aukum við kaupmátt heimila.“ Onaran segir þann hugsunarhátt skiljanlegan að hækkun launakostnaðar leiði til minni hagnaðar og fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt þar sem aukin neysla þýði meiri viðskipti sem aftur hvetji til aukinna fjárfestinga og aukins hagvaxtar. Onaran leggur mikla áherslu á að það þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu, sérstaklega í þjónustustörfum. „Hækkun launa í þjónustustörfum er fjárfesting í félagslegum innviðum. Stjórnvöldum hættir til að líta frekar til innviða eins og samgöngukerfisins en það er líka mikilvægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir þetta líka tækifæri til að ráðast gegn kynbundnum launamun og minni atvinnuþátttöku kvenna. „Verkalýðsfélögin gegna síðan lykilhlutverki í því að minna stjórnvöld á að þau eigi að hugsa um heildarmyndina sem hagnaðardrifin fyrirtæki gera kannski ekki. Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur um hærri laun, ekki bara á grundvelli sanngirnissjónarmiða, heldur líka á grundvelli þess að það leiði til efnahagslegs stöðugleika.“ Aðspurð segir Onaran að þrátt fyrir valdamikla andstæðinga séu þessar hugmyndir sífellt að komast meira í umræðuna. Það sé að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, G20 og OECD. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á opinberar fjárfestingar í innviðum, sérstaklega á tímum lágra vaxta. „Ég held að takmarkanir núverandi kerfis séu öllum augljósar en breytingarnar þurfa að gerast á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segist bjartsýn á að breytingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir breytingum á stefnumótun í efnahagsmálum og hef séð að fólk í Bretlandi hefur misst trú á nýfrjálshyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost sem þjónar hagsmunum þess betur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyrir allt það neikvæða sem við heyrum, til dæmis um Brexit, eru jákvæðar breytingar líka að eiga sér stað. Við finnum fyrir auknum stuðningi við breyttar áherslur í efnahagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15 Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
„Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“ Þetta segir breski hagfræðingurinn Özlem Onaran sem er prófessor við Greenwich-háskóla í London. Hún hélt erindi á vegum Eflingar á dögunum en yfirskrift fundarins var „Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga“. Onaran bendir á að hlutfall launa af landsframleiðslu hafi farið minnkandi á heimsvísu undanfarin ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé aukinn ójöfnuður og óstöðugt efnahagskerfi.„Við höfum áhyggjur af þessari þróun út frá sjónarmiðum um sanngirni. Það er hægt að snúa þróuninni við og rannsóknir okkar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af landsframleiðslu aukum við kaupmátt heimila.“ Onaran segir þann hugsunarhátt skiljanlegan að hækkun launakostnaðar leiði til minni hagnaðar og fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt þar sem aukin neysla þýði meiri viðskipti sem aftur hvetji til aukinna fjárfestinga og aukins hagvaxtar. Onaran leggur mikla áherslu á að það þurfi að hækka laun hinna lægst launuðu, sérstaklega í þjónustustörfum. „Hækkun launa í þjónustustörfum er fjárfesting í félagslegum innviðum. Stjórnvöldum hættir til að líta frekar til innviða eins og samgöngukerfisins en það er líka mikilvægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir þetta líka tækifæri til að ráðast gegn kynbundnum launamun og minni atvinnuþátttöku kvenna. „Verkalýðsfélögin gegna síðan lykilhlutverki í því að minna stjórnvöld á að þau eigi að hugsa um heildarmyndina sem hagnaðardrifin fyrirtæki gera kannski ekki. Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur um hærri laun, ekki bara á grundvelli sanngirnissjónarmiða, heldur líka á grundvelli þess að það leiði til efnahagslegs stöðugleika.“ Aðspurð segir Onaran að þrátt fyrir valdamikla andstæðinga séu þessar hugmyndir sífellt að komast meira í umræðuna. Það sé að gerast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, G20 og OECD. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á opinberar fjárfestingar í innviðum, sérstaklega á tímum lágra vaxta. „Ég held að takmarkanir núverandi kerfis séu öllum augljósar en breytingarnar þurfa að gerast á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segist bjartsýn á að breytingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir breytingum á stefnumótun í efnahagsmálum og hef séð að fólk í Bretlandi hefur misst trú á nýfrjálshyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost sem þjónar hagsmunum þess betur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyrir allt það neikvæða sem við heyrum, til dæmis um Brexit, eru jákvæðar breytingar líka að eiga sér stað. Við finnum fyrir auknum stuðningi við breyttar áherslur í efnahagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15 Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. 11. júní 2018 12:15
Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga. 13. júní 2018 06:00