Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2018 14:15 Fjölskylda og vinir Einars Darra vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna. Babl/Úr einkasafni Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999. Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999.
Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00
Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45