Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 21:00 Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“ Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira