Gjörningur í beinni frá Reykjavík og á skjá í Gent Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júní 2018 06:00 Elísabet verður í góðum gír heima í herbergi að sýna Belgum gjörning. Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira