Gjörningur í beinni frá Reykjavík og á skjá í Gent Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júní 2018 06:00 Elísabet verður í góðum gír heima í herbergi að sýna Belgum gjörning. Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira