Lífið

Rapparinn XXXTentacion skotinn til bana

Sylvía Hall skrifar
Rapparinn tvítugi þótti umdeildur.
Rapparinn tvítugi þótti umdeildur. Vice
Rapparinn XXXTentacion var skotinn til bana í bíl sínum í Miami fyrr í dag. Rapparinn hafði verið að skoða mótorhjól og hafði nýlega yfirgefið umboðið þegar byssumaðurinn rauk að bíl hans og skaut hann til bana. Hann var tvítugur að aldri. 

Sjónarvottar segja rapparann hafa verið „líflausan“ í bíl sínum og var hann úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús. Byssumaðurinn var grímuklæddur og var hann í för með öðrum manni. 



Rapparinn hefur þótt umdeildur undanfarin misseri og hefur staðið í ýmsum málaferlum. Fyrrverandi kærasta rapparans kærði hann fyrir líkamsárás sem átti sér stað þegar hún gekk með barn þeirra og hefur verið sakaður um að áreita hana. Þá var rapparinn í stofufangelsi en hafði fengið lausn vegna yfirvofandi tónleikaferðalags.

Einnig hafði streymiveitan Spotify ákveðið að fjarlægja lög rapparans út af lagalistum sínum vegna stefnu sinnar gegn hatursfullri hegðun, en drógu síðar ákvörðunina umdeildu til baka.

TMZ birti myndband frá vettvangi í dag þar sem sést hvar rapparinn liggur í bílnum sínum eftir skotárásina. Búið er að breyta myndbandinu svo ekki sést skýrt í rapparann en rétt er að vara viðkvæma við myndbandinu. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×