Innlent

Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Í gær funduðu fulltrúar flokkanna í Marshall-húsinu úti á Granda en tveir fulltrúar hvers flokks fyrir sig taka þátt í viðræðunum.

Viðreisn ákvað seinnipartinn á miðvikudag að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfarandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pírötum og Vinstri grænum. Í samtali við fréttastofu í gærkvöldi sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, að áherslurnar breytist með aðkomu Viðreisnar.


Tengdar fréttir

Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista

Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.