Innlent

Á­fram í gæslu­varð­haldi grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi laugardaginn 31. mars.
Frá vettvangi laugardaginn 31. mars. Vísir/Magnús Hlynur
Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að framlengja skuli gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið valdur að bana bróður síns á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum þann 31. mars síðastliðinn. Mun hann sitja í gæsluvarðhaldi allt til 22. júní næstkomandi en rannsókn málsins er lokið.

Sjá einnig:Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að unnið sé að frágangi gagna og verður málið sent til Héraðssaksóknara til ákærumeðferðar á næstu dögum.

Hinn grunaði hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp í lok mars.


Tengdar fréttir

Ummerki um ítrekaðar barsmíðar

Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×