Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn mynda meirihluta í Borgarbyggð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 14:52 Samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggst mjög vel fulltrúana. Vísir/Pjetur Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn hafa gengið frá samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Er búist við því að samningurinn verði undirritaður strax eftir helgi. Samstaða er um að semja um áframhaldandi samstarf við Gunnlaug Júlíusson núverandi sveitarstjóra. Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta verður lagt undir fulltrúana og baklandið í dag,“ segir Lilja Björg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt ekki eftir kosningarnar um síðustu helgi. Níu eru í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Vinstri græn tvo og Samfylkingin einn. Saman eru flokkarnir því með fimm fulltrúa meirihluta.Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í BorgarbyggðAðsentSpennandi kostur „Það er búið að funda svolítið stíft og þetta hefur verið í svona fínpússum síðustu daga,“ segir Lilja Björg. „Þetta gekk bara mjög vel og þetta samstarf leggst mjög vel í okkur. Við náum vel saman. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í síðasta meirihluta og við höfum unnið náið með þeim sem eru efst í VG líka í gegnum fræðslunefndina og svona þannig að þetta lítur bara vel út. Það kom ekki upp neitt stórt ágreiningsmál.“ Lilja Björg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að þessum meirihlutaviðræðum. „Um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir þá hringdi ég í þessa aðila, Vinstri græna og Samfylkinguna.“ Hún segir að þetta hafi verið þeirra fyrsti kostur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað halda áfram samstarfinu við Samfylkinguna. „Við buðum VG að vera með, þau unnu mikið á í kosningabaráttunni og okkur fannst þetta spennandi kostur og treystum fólkinu.“ Lilja Björg vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málefnasamninginn fyrr en baklandið hafi farið yfir hann í kvöld. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn hafa gengið frá samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Er búist við því að samningurinn verði undirritaður strax eftir helgi. Samstaða er um að semja um áframhaldandi samstarf við Gunnlaug Júlíusson núverandi sveitarstjóra. Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta verður lagt undir fulltrúana og baklandið í dag,“ segir Lilja Björg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt ekki eftir kosningarnar um síðustu helgi. Níu eru í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Vinstri græn tvo og Samfylkingin einn. Saman eru flokkarnir því með fimm fulltrúa meirihluta.Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í BorgarbyggðAðsentSpennandi kostur „Það er búið að funda svolítið stíft og þetta hefur verið í svona fínpússum síðustu daga,“ segir Lilja Björg. „Þetta gekk bara mjög vel og þetta samstarf leggst mjög vel í okkur. Við náum vel saman. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í síðasta meirihluta og við höfum unnið náið með þeim sem eru efst í VG líka í gegnum fræðslunefndina og svona þannig að þetta lítur bara vel út. Það kom ekki upp neitt stórt ágreiningsmál.“ Lilja Björg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að þessum meirihlutaviðræðum. „Um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir þá hringdi ég í þessa aðila, Vinstri græna og Samfylkinguna.“ Hún segir að þetta hafi verið þeirra fyrsti kostur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað halda áfram samstarfinu við Samfylkinguna. „Við buðum VG að vera með, þau unnu mikið á í kosningabaráttunni og okkur fannst þetta spennandi kostur og treystum fólkinu.“ Lilja Björg vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málefnasamninginn fyrr en baklandið hafi farið yfir hann í kvöld.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15