Sporðaköst fara aftur í vinnslu eftir 20 ára hlé Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Eggert Skúlason fékk son sinn til að tattúvera á sig nafn sjónvarpsþáttanna þegar hann var búinn að taka ákvörðun um að ráðast aftur í gerð þáttanna. „Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Sjá meira
„Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Sjá meira