Gaf Clinton annað tækifæri til að svara fyrir Monicu Lewinsky og #MeToo Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:53 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Stephen Colbert. Vísir/getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan. Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan.
Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53
20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00
Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45