Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:45 Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time‘s Up byltingunum af stað. Hún segist enn vera óörugg um hvort saga hennar eigi heima í nýlegum byltingum kvenna en að nú þurfi konur sem finni sig í svipaðri stöðu og hún árið 1998 ekki að bera harm sinn í hljóði. Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Lewinsky var þá 22 ára gömul en Clinton 49 ára. Sama ár var Clinton kærður fyrir brot í embætti, meðal annars fyrir samband sitt við Lewinsky. Hún hefur nú skrifað grein um reynslu sína fyrir tímaritið Vanity Fair. Hún segir að árið á eftir hafi einkennst af skömm. Henni hafi fundist hún yfirgefin, bæði af almenningi og Clinton sjálfum, sem hafi leyft fjölmiðlum að tæta hana í sig þrátt fyrir að hafa þekkt hana vel og náið. Henni hafi fundist hún ein á báti allt þar til MeToo byltingin hófst. „Þegar ég lít til baka hef ég komist að því að mitt áfall var, á vissan hátt, smækkuð útgáfa af stærra áfalli þjóðarinnar,“ skrifar Lewinsky. Hún segir að grundvallarstoðir samfélagsins hafi breyst árið 1998 í kjölfar þess að upp komst um ástarsambandið. Það sama sé nú að gerast eftir fréttir af kynferðislegri áreitni hinna ýmsu valdamanna. Monica Lewinsky ásamt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.Vísir/Getty Misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum Lewinsky hefur alltaf lagt áherslu á að samband hennar og Clinton hafi verið með samþykki beggja aðila en segist nú átta sig á því að samþykki sé flókið hugtak. „Vegurinn sem leiddi þangað var þakinn óviðeigandi misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum,“ skrifar hún. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maður í heimi. Hann var 27 árum eldri en ég og átti að vita betur. Hann var á þeim tíma á hátindi ferils síns og ég var í mínu fyrsta starfi eftir háskóla,“ skrifar Lewinsky en bætir við að hún átti sig á ábyrgð sinni í málinu. Hún sjái eftir sínum hlut á hverjum einasta degi. „Ég hef ekki náð lengra í mínu endurmati. En ég veit eitt fyrir víst: Hluti af því sem hefur hjálpað minni hugarfarsbreytingu er sú vitneskja að ég er ekki lengur ein. Og fyrir það er ég þakklát.“ Skilin ein eftir Lewinsky skandallinn var eitt af fyrstu fréttamálunum sem var aðallega greint frá á netmiðlum og segir Lewinsky að þó að Internetið hafi reynst henni erfitt virðast samfélagsmiðlar nú vera bjargvættur margra kvenna. „Hver sem er getur deilt sinni #MeToo sögu og er strax boðinn velkominn í hópinn.“ Hún bendir einnig á að stuðningshópar fyrir þolendur á netinu hafi ekki verið henni aðgengilegir fyrir 20 árum síðan. Í hennar tilfelli hafi öll völdin verið í höndum forsetans, Bandaríkjaþings, saksóknara og fjölmiðla. Lewinsky segir að nýleg samskipti hennar við eina af leiðtogum MeToo byltingarinnar hafi haft mikil áhrif á hana þegar sú síðarnefnda hafi harmað hve ein á báti Lewinsky var í kjölfar skandalsins. „Jú ég fékk mörg stuðningsbréf árið 1998. Og jú (guði sé lof), ég hafði stuðning fjölskyldu og vina. En að mestu var ég ein. Alein. Opinberlega alein, yfirgefin af öllum lykilpersónum í þessari krísu, sem þekktu mig vel og náið. Við getum öll verið sammála um að ég hafi gert mistök, en að synda í þessum sjó einmanaleika var skelfilegt.“ Ritgerð Monicu Lewinsky má lesa í heild sinni hér. MeToo Bandaríkin Bill Clinton Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time‘s Up byltingunum af stað. Hún segist enn vera óörugg um hvort saga hennar eigi heima í nýlegum byltingum kvenna en að nú þurfi konur sem finni sig í svipaðri stöðu og hún árið 1998 ekki að bera harm sinn í hljóði. Monica Lewinsky varð fræg á einni nóttu í byrjun árs 1998 þegar upp komst um ástarsamband hennar við yfirmann sinn, Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Lewinsky var þá 22 ára gömul en Clinton 49 ára. Sama ár var Clinton kærður fyrir brot í embætti, meðal annars fyrir samband sitt við Lewinsky. Hún hefur nú skrifað grein um reynslu sína fyrir tímaritið Vanity Fair. Hún segir að árið á eftir hafi einkennst af skömm. Henni hafi fundist hún yfirgefin, bæði af almenningi og Clinton sjálfum, sem hafi leyft fjölmiðlum að tæta hana í sig þrátt fyrir að hafa þekkt hana vel og náið. Henni hafi fundist hún ein á báti allt þar til MeToo byltingin hófst. „Þegar ég lít til baka hef ég komist að því að mitt áfall var, á vissan hátt, smækkuð útgáfa af stærra áfalli þjóðarinnar,“ skrifar Lewinsky. Hún segir að grundvallarstoðir samfélagsins hafi breyst árið 1998 í kjölfar þess að upp komst um ástarsambandið. Það sama sé nú að gerast eftir fréttir af kynferðislegri áreitni hinna ýmsu valdamanna. Monica Lewinsky ásamt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.Vísir/Getty Misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum Lewinsky hefur alltaf lagt áherslu á að samband hennar og Clinton hafi verið með samþykki beggja aðila en segist nú átta sig á því að samþykki sé flókið hugtak. „Vegurinn sem leiddi þangað var þakinn óviðeigandi misnotkun á valdi, stöðu og forréttindum,“ skrifar hún. „Hann var yfirmaður minn. Hann var valdamesti maður í heimi. Hann var 27 árum eldri en ég og átti að vita betur. Hann var á þeim tíma á hátindi ferils síns og ég var í mínu fyrsta starfi eftir háskóla,“ skrifar Lewinsky en bætir við að hún átti sig á ábyrgð sinni í málinu. Hún sjái eftir sínum hlut á hverjum einasta degi. „Ég hef ekki náð lengra í mínu endurmati. En ég veit eitt fyrir víst: Hluti af því sem hefur hjálpað minni hugarfarsbreytingu er sú vitneskja að ég er ekki lengur ein. Og fyrir það er ég þakklát.“ Skilin ein eftir Lewinsky skandallinn var eitt af fyrstu fréttamálunum sem var aðallega greint frá á netmiðlum og segir Lewinsky að þó að Internetið hafi reynst henni erfitt virðast samfélagsmiðlar nú vera bjargvættur margra kvenna. „Hver sem er getur deilt sinni #MeToo sögu og er strax boðinn velkominn í hópinn.“ Hún bendir einnig á að stuðningshópar fyrir þolendur á netinu hafi ekki verið henni aðgengilegir fyrir 20 árum síðan. Í hennar tilfelli hafi öll völdin verið í höndum forsetans, Bandaríkjaþings, saksóknara og fjölmiðla. Lewinsky segir að nýleg samskipti hennar við eina af leiðtogum MeToo byltingarinnar hafi haft mikil áhrif á hana þegar sú síðarnefnda hafi harmað hve ein á báti Lewinsky var í kjölfar skandalsins. „Jú ég fékk mörg stuðningsbréf árið 1998. Og jú (guði sé lof), ég hafði stuðning fjölskyldu og vina. En að mestu var ég ein. Alein. Opinberlega alein, yfirgefin af öllum lykilpersónum í þessari krísu, sem þekktu mig vel og náið. Við getum öll verið sammála um að ég hafi gert mistök, en að synda í þessum sjó einmanaleika var skelfilegt.“ Ritgerð Monicu Lewinsky má lesa í heild sinni hér.
MeToo Bandaríkin Bill Clinton Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira