20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni Benedikt Bóas skrifar 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky og Bill Clinton í Hvíta húsinu. Clinton var þarna að lýsa yfir að hann hefði ekki stundað framhjáhald með Monicu Lewinsky – sem kom síðar í ljós að var bull og lygi. Lygasan lifir enn góðu lífi á tækniöld og hafa yfir milljón manns séð myndbandið þar sem hann segir þessa setningu á Youtube. Síðar viðurkenndi forsetinn að hann hefði átt í óviðeigandi sambandi við hina 24 ára gömlu Lewinsky, sem var lærlingur í Hvíta húsinu. Fram að blaðamannafundinum hafði Clinton varist fimlega öllum ásökunum. Margt var búið að skrifa og segja um hversu náin kynni þeirra voru en þegar Clinton kom á blaðamannafundinn lét hann engan bilbug á sér finna. Þetta var fimmta fyrirlýsing hans um málið á sex dögum. „Ég vil segja eitt við bandarísku þjóðina. Ég vil að þið hlustið á mig. Ég segi það enn og aftur, ég átti aldrei í kynferðislegu sambandi við þessa konu, Lewinsky.“ Veifaði hann fingri í áttina að sjónvarpsvélunum til að leggja áherslu á mál sitt og stóð eiginkona hans, Hillary, þétt við hlið hans.„Þessar ásakanir eru rangar og ég þarf að snúa mér að því að vinna fyrir bandarísku þjóðina," bætti forsetinn við en hann flutti stefnuræðu sína síðar um kvöldið. Málið var svo rannsakað en almenningur í Bandaríkjunum var ekkert spenntur fyrir fréttum fjölmiðla um framhjáhaldið og vildi lítið lesa um það og ekki horfa á fréttir um það. Vissulega hafði málið áhrif, sérstaklega á forsetakosningarnar árið 2000. Þar tapaði Al Gore fyrir George Bush og vilja margir meina að framboð Gore hafi litast af skandalnum. Clinton talaði ekki máli Gore í Arkansas eða New Hampshire og tapaði Gore fyrir Bush svo eftir var tekið.Sem fyrr segir átti Clinton eftir að viðurkenna að hafa haldið framhjá konu sinni með Lewinsky. Að neðan má sjá umfjöllun CNN frá 21. janúar 1998 um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Clinton var þarna að lýsa yfir að hann hefði ekki stundað framhjáhald með Monicu Lewinsky – sem kom síðar í ljós að var bull og lygi. Lygasan lifir enn góðu lífi á tækniöld og hafa yfir milljón manns séð myndbandið þar sem hann segir þessa setningu á Youtube. Síðar viðurkenndi forsetinn að hann hefði átt í óviðeigandi sambandi við hina 24 ára gömlu Lewinsky, sem var lærlingur í Hvíta húsinu. Fram að blaðamannafundinum hafði Clinton varist fimlega öllum ásökunum. Margt var búið að skrifa og segja um hversu náin kynni þeirra voru en þegar Clinton kom á blaðamannafundinn lét hann engan bilbug á sér finna. Þetta var fimmta fyrirlýsing hans um málið á sex dögum. „Ég vil segja eitt við bandarísku þjóðina. Ég vil að þið hlustið á mig. Ég segi það enn og aftur, ég átti aldrei í kynferðislegu sambandi við þessa konu, Lewinsky.“ Veifaði hann fingri í áttina að sjónvarpsvélunum til að leggja áherslu á mál sitt og stóð eiginkona hans, Hillary, þétt við hlið hans.„Þessar ásakanir eru rangar og ég þarf að snúa mér að því að vinna fyrir bandarísku þjóðina," bætti forsetinn við en hann flutti stefnuræðu sína síðar um kvöldið. Málið var svo rannsakað en almenningur í Bandaríkjunum var ekkert spenntur fyrir fréttum fjölmiðla um framhjáhaldið og vildi lítið lesa um það og ekki horfa á fréttir um það. Vissulega hafði málið áhrif, sérstaklega á forsetakosningarnar árið 2000. Þar tapaði Al Gore fyrir George Bush og vilja margir meina að framboð Gore hafi litast af skandalnum. Clinton talaði ekki máli Gore í Arkansas eða New Hampshire og tapaði Gore fyrir Bush svo eftir var tekið.Sem fyrr segir átti Clinton eftir að viðurkenna að hafa haldið framhjá konu sinni með Lewinsky. Að neðan má sjá umfjöllun CNN frá 21. janúar 1998 um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00