Innlent

Vinnuvikan stytt hjá einum vinnustað í tilraunaverkefni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fyrsta skref í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár.
Fyrsta skref í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár. Mynd/Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið auglýsir eftir þátttöku vaktavinnustaðar í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Um er að ræða tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnutíma og eru vinnustaðir um allt land hvattir til að sækja um. Einn vaktavinnustaður verður valinn til þátttöku þar sem vinnustundum verður að jafnaði fækkað úr 40 stundum á viku í 36 án þess að til launaskerðingar komi.

Tilraunin mun standa yfir 9 mánuði, frá 1. september 2018 til 1. júní 2019 á þeim vaktavinnustað er valinn verður til þátttöku. Umsóknarfrestur er til 22. júní næstkomandi en miðað er við að stöðugildi á vinnustaðnum séu 20 eða fleiri, að a.m.k. 30% starfsmanna séu í aðildarfélögum BSRB og að meirihluti starfsmanna sé í 70-100% starfshlutfalli.

„Markmið verkefnisins er að kanna hvort stytting vinnuviku leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaðar,“ að því er segir í tilkynningu.

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vef Stjórnarráðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×