Fótbolti

Pappírsvinna seinkar brottför strákanna til Rússlands

Tómas Þór Þórðarson í Saga Lounge í Leifsstöð skrifar
Strákarnir eru komnir í Leifsstöð en þeir fara ekki frá Íslandi alveg strax.
Strákarnir eru komnir í Leifsstöð en þeir fara ekki frá Íslandi alveg strax. vísir/vilhelm
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta í Leifsstöð um klukkan 10.00 þar sem þeir verða formlega kvaddir áður en þeir halda á HM 2018 sem hefst í Rússlandi eftir fimm daga.

Áætlað að var að flugvél strákanna myndi taka á loft klukkan 10.30 en svo verður ekki. Blaðmönnum, sem hafa það náðugt í Saga Lounge og bíða eftir landsliðinu, var tjáð að pappírar væru á leiðinni frá Stykkishólmi en án þessara pappíra fer vélin ekki í loftið.

Sá sem er með þessa frægu pappíra er þó sem betur fer lagður af stað og er búist við að vélin fari af stað nær hádeginu.

Íslensku strákarnir munu bíða í Saga Lounge á meðan en þar er verið að skipta út morgunmat fyrir hádegismat þannig að þeir hafi eitthvað að bíta og brenna á meðan að þeir bíða.

Vísir er með beina útsendingu frá kveðjuathöfn strákanna sem má sjá hér.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×