Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 13:50 Þeir Ólafur og Karl Gauti segjar ekki hafa sagt neitt óviðurkvæmilegt en gert þau mistök að sitja undir subbulegu tali Miðflokksmanna. Vísir „Hún [Inga Sæland formaður Flokks fólksins]hefur sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig inn á þing.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason en hann ásamt Ólafi Ísleifssyni voru í ítarlegu viðtali á Harmageddon nú í morgun. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hafa þeir félagarnir sent forseta Alþingis bréf og tilkynnt honum að þeir ætli að sitja áfram á þingi þó þeir hafi verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustur-skandalsins, þá sem óháðir þingmenn. Karl Gauti var þarna að svara spurningu um óviðurkvæmileg ummæli hans sjálfs, varðandi það að Inga Sæland geti grenjað en ekki stjórnað, á hinum fræga Klaustur-fundi. Þarna er vísað til áhrifaríkrar ræðu Ingu í kosningasjónvarpi í síðustu kosningabaráttu fyrir rúmlega ári en þá klökknaði Inga þegar hún flutti áhrifamikla ræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Er sú framganga af ýmsum talin hafa verið ákveðinn vendipunktur og jafnvel leitt til þess að Flokkur fólksins náði inn á þing. Ólafur Ísleifsson er uppbótarþingmaður í Reykjavík norður en þar féllu 2.547 atkvæði til Flokks fólksins. Karl Gauti er 8. þingmaður í Suðurkjördæmi, efsti maður á lista Flokks fólksins sem þar hreppti 2.509 atkvæði.Ólafur hélt sig við það að ekkert hafi verið haft eftir sér á hinum fræga fundi sem er meiðandi og særandi um nokkurn mann. En hann hafi gert þau mistök að sitja of lengi undir slíku en hafi farið þegar hann sá í hvað stefndi, áður en sumblinu lauk ásamt þeim Karli Gauta og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmanni Miðflokksins. Hann segist til að mynda hafa verið farinn þegar talið barst af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem Gunnar Bragi Sveinsson kallaði „helvítis tík“.„Við Lilja erum persónulegir vinir og það myndi enginn tala svona um hana í viðurvist minni,“ segir Ólafur Ísleifsson. Hann, ítrekaði að það sé engum sæmandi að tala með þessum hætti og ekki síður að sitja undir svona orðræðu, það hafi verið ámælisleg mistök: „Ég ítreka mína afsökunarbeiðni. Bið alla þá sem hallað var á afsökunar, alla þingmenn fyrrverandi og núverandi og ég bið þjóðina afsökunar. Þykir þetta afar miður og afar leitt. Þetta er harður skóli en ég mun sannarlega læra af þessu.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
„Hún [Inga Sæland formaður Flokks fólksins]hefur sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig inn á þing.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason en hann ásamt Ólafi Ísleifssyni voru í ítarlegu viðtali á Harmageddon nú í morgun. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hafa þeir félagarnir sent forseta Alþingis bréf og tilkynnt honum að þeir ætli að sitja áfram á þingi þó þeir hafi verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustur-skandalsins, þá sem óháðir þingmenn. Karl Gauti var þarna að svara spurningu um óviðurkvæmileg ummæli hans sjálfs, varðandi það að Inga Sæland geti grenjað en ekki stjórnað, á hinum fræga Klaustur-fundi. Þarna er vísað til áhrifaríkrar ræðu Ingu í kosningasjónvarpi í síðustu kosningabaráttu fyrir rúmlega ári en þá klökknaði Inga þegar hún flutti áhrifamikla ræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Er sú framganga af ýmsum talin hafa verið ákveðinn vendipunktur og jafnvel leitt til þess að Flokkur fólksins náði inn á þing. Ólafur Ísleifsson er uppbótarþingmaður í Reykjavík norður en þar féllu 2.547 atkvæði til Flokks fólksins. Karl Gauti er 8. þingmaður í Suðurkjördæmi, efsti maður á lista Flokks fólksins sem þar hreppti 2.509 atkvæði.Ólafur hélt sig við það að ekkert hafi verið haft eftir sér á hinum fræga fundi sem er meiðandi og særandi um nokkurn mann. En hann hafi gert þau mistök að sitja of lengi undir slíku en hafi farið þegar hann sá í hvað stefndi, áður en sumblinu lauk ásamt þeim Karli Gauta og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmanni Miðflokksins. Hann segist til að mynda hafa verið farinn þegar talið barst af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem Gunnar Bragi Sveinsson kallaði „helvítis tík“.„Við Lilja erum persónulegir vinir og það myndi enginn tala svona um hana í viðurvist minni,“ segir Ólafur Ísleifsson. Hann, ítrekaði að það sé engum sæmandi að tala með þessum hætti og ekki síður að sitja undir svona orðræðu, það hafi verið ámælisleg mistök: „Ég ítreka mína afsökunarbeiðni. Bið alla þá sem hallað var á afsökunar, alla þingmenn fyrrverandi og núverandi og ég bið þjóðina afsökunar. Þykir þetta afar miður og afar leitt. Þetta er harður skóli en ég mun sannarlega læra af þessu.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16