Freyja gerir grín að bremsuskýringu Sigmundar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 21:33 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Vilhelm Freyja Haraldsdóttir virðist ekki gefa mikið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hver sé uppruni þess hljóðs sem heyrist þegar þingmennirnir sem sátu að sumbli á barnum Klaustur á dögunum ræddu um Freyju.Í frétt DV um málið sem byggð var á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins segir að þingmennirnir hafi gert grín að Freyju og einn þeirra hafi hermt eftir sel er samtalið stóð sem hæst. Sjálfur hefur Sigmundur Davíð þvertekið fyrir að einhver þeirra sem viðstaddur var hafi hermt eftir sel, líklega hafi verið um hljóð sem myndaðist þegar stóll var færður til.Vísir kannaði hins vegar málið fyrr í dag og leiðir óvísindaleg rannsókn blaðamanns til þess að afar ólíklegt er að þeir stólar sem eru á Klaustur geti myndað sambærilegt hljóð og heyra má í upptökunum. Þegar Sigmundur Davíð var spurður um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag þvertók hann fyrir að þingmennirnir hafi verið að gera grín að Freyju. Þá sagði Sigmundur Davíð að heyra mætti á upptökunum að hljóðið kæmi ekki frá þeim stað þar sem þingmennirnir sætu, uppruni þess væri nær þeim stað þar sem sá sem tók upp samræðurnar hefði setið. „Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann,“ sagði Sigmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Freyja, sem þekkt er fyrir baráttu hennar fyrir réttindum fatlaðra einstaklinga en hún glímir við beinasjúkdóminn Osteogenesis imperfecta og notar því hjólastól, virðist hafa verið að horfa á fréttirnar ef marka má ummæli hennar á Twitter. „Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur,“ skrifar Freyja á Twitter á léttu nótunum.Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur. #Klausturgate — Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) December 3, 2018 Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir virðist ekki gefa mikið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um hver sé uppruni þess hljóðs sem heyrist þegar þingmennirnir sem sátu að sumbli á barnum Klaustur á dögunum ræddu um Freyju.Í frétt DV um málið sem byggð var á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins segir að þingmennirnir hafi gert grín að Freyju og einn þeirra hafi hermt eftir sel er samtalið stóð sem hæst. Sjálfur hefur Sigmundur Davíð þvertekið fyrir að einhver þeirra sem viðstaddur var hafi hermt eftir sel, líklega hafi verið um hljóð sem myndaðist þegar stóll var færður til.Vísir kannaði hins vegar málið fyrr í dag og leiðir óvísindaleg rannsókn blaðamanns til þess að afar ólíklegt er að þeir stólar sem eru á Klaustur geti myndað sambærilegt hljóð og heyra má í upptökunum. Þegar Sigmundur Davíð var spurður um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag þvertók hann fyrir að þingmennirnir hafi verið að gera grín að Freyju. Þá sagði Sigmundur Davíð að heyra mætti á upptökunum að hljóðið kæmi ekki frá þeim stað þar sem þingmennirnir sætu, uppruni þess væri nær þeim stað þar sem sá sem tók upp samræðurnar hefði setið. „Þetta gat verið reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann,“ sagði Sigmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Freyja, sem þekkt er fyrir baráttu hennar fyrir réttindum fatlaðra einstaklinga en hún glímir við beinasjúkdóminn Osteogenesis imperfecta og notar því hjólastól, virðist hafa verið að horfa á fréttirnar ef marka má ummæli hennar á Twitter. „Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur,“ skrifar Freyja á Twitter á léttu nótunum.Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur. #Klausturgate — Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) December 3, 2018
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15 Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Reyndist ómögulegt að framkvæma „selahljóð“ með stólunum á Klaustri Þetta hljómar ekki eins og selur fyrir mér, segja framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Klaustri. Blaðamaður gerði tilraun til að framkalla umdeilt hljóð en án árangurs. 3. desember 2018 12:15
Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. 2. desember 2018 21:10