Krefjandi verkefni bíða með minni frjósemi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Rúmlega fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi á síðasta ári. Frjósemi fer á sama tíma minnkandi. Vísir/Getty Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44