Lífið

Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien

Samúel Karl Ólason skrifar
Roseanne Barr.
Roseanne Barr. Vísir/Getty

Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. Þetta sagði hún í tísti sem hún eyddi svo í kjölfarið. Forsvarsmenn franska fyrirtækisins Sanofi sendu í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu að rasismi væri ekki fylgikvilli lyfja fyrirtækisins.

„Fólk af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og þjóðernum vinna hjá Sanofi á hverjum degi við það að bæta líf fólks um allan heim. Þó öllum lyfjum fylgi einhverjir fylgikvillar, er ekki vitað til þess að rasismi sé fylgikvilli lyfja Sanofi,“ var skrifað á Twittersíðu fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara. Hún tísti einnig um að auðkýfingurinn George Soros hefði unnið með nasistum þegar hann var barn.

Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst

Barr tísti aftur í dag og sagðist hún ekki vera rasisti. Hún hefði aldrei verið rasisti og myndi aldrei verða rasisti.

„Einn heimskulegur brandari innan ævistarfs þar sem ég hef barist fyrir réttindum allra minnihlutahópa, gegn sjónvarpsstöðvum og kvikmyndaverum, hefur kostað mig taugakerfið/fjölskyldu/auð verður aldrei tekið af mér.“

Barr hefur beðist afsökunar og sagt að um misheppnaðan brandara hafi verið að ræða. Hún hefur hins vegar varið deginum í að endurtísta hinar ýmsu færslur þar sem fólk kemur henni til varnar og styður við hina röngu samsæriskenningu að Soros hafi starfað með Nasistum. Þá hefur hún einnig endurtíst færslum um að fólk eigi að sniðganga ABC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.