Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 18:29 Roseanne Barr. Vísir/Getty Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. Þetta sagði hún í tísti sem hún eyddi svo í kjölfarið. Forsvarsmenn franska fyrirtækisins Sanofi sendu í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu að rasismi væri ekki fylgikvilli lyfja fyrirtækisins. „Fólk af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og þjóðernum vinna hjá Sanofi á hverjum degi við það að bæta líf fólks um allan heim. Þó öllum lyfjum fylgi einhverjir fylgikvillar, er ekki vitað til þess að rasismi sé fylgikvilli lyfja Sanofi,“ var skrifað á Twittersíðu fyrirtækisins í Bandaríkjunum.People of all races, religions and nationalities work at Sanofi every day to improve the lives of people around the world. While all pharmaceutical treatments have side effects, racism is not a known side effect of any Sanofi medication. — Sanofi US (@SanofiUS) May 30, 2018 Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara. Hún tísti einnig um að auðkýfingurinn George Soros hefði unnið með nasistum þegar hann var barn.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tístBarr tísti aftur í dag og sagðist hún ekki vera rasisti. Hún hefði aldrei verið rasisti og myndi aldrei verða rasisti. „Einn heimskulegur brandari innan ævistarfs þar sem ég hef barist fyrir réttindum allra minnihlutahópa, gegn sjónvarpsstöðvum og kvikmyndaverum, hefur kostað mig taugakerfið/fjölskyldu/auð verður aldrei tekið af mér.“Barr hefur beðist afsökunar og sagt að um misheppnaðan brandara hafi verið að ræða. Hún hefur hins vegar varið deginum í að endurtísta hinar ýmsu færslur þar sem fólk kemur henni til varnar og styður við hina röngu samsæriskenningu að Soros hafi starfað með Nasistum. Þá hefur hún einnig endurtíst færslum um að fólk eigi að sniðganga ABC. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. Þetta sagði hún í tísti sem hún eyddi svo í kjölfarið. Forsvarsmenn franska fyrirtækisins Sanofi sendu í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu að rasismi væri ekki fylgikvilli lyfja fyrirtækisins. „Fólk af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og þjóðernum vinna hjá Sanofi á hverjum degi við það að bæta líf fólks um allan heim. Þó öllum lyfjum fylgi einhverjir fylgikvillar, er ekki vitað til þess að rasismi sé fylgikvilli lyfja Sanofi,“ var skrifað á Twittersíðu fyrirtækisins í Bandaríkjunum.People of all races, religions and nationalities work at Sanofi every day to improve the lives of people around the world. While all pharmaceutical treatments have side effects, racism is not a known side effect of any Sanofi medication. — Sanofi US (@SanofiUS) May 30, 2018 Barr tísti um að Valerie Jarrett, sem er svört, væri barn Bræðralags múslima, egypsk flokks íslamista, og kvikmyndanna um Apaplánetuna. Hún hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á lélegum brandara. Hún tísti einnig um að auðkýfingurinn George Soros hefði unnið með nasistum þegar hann var barn.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tístBarr tísti aftur í dag og sagðist hún ekki vera rasisti. Hún hefði aldrei verið rasisti og myndi aldrei verða rasisti. „Einn heimskulegur brandari innan ævistarfs þar sem ég hef barist fyrir réttindum allra minnihlutahópa, gegn sjónvarpsstöðvum og kvikmyndaverum, hefur kostað mig taugakerfið/fjölskyldu/auð verður aldrei tekið af mér.“Barr hefur beðist afsökunar og sagt að um misheppnaðan brandara hafi verið að ræða. Hún hefur hins vegar varið deginum í að endurtísta hinar ýmsu færslur þar sem fólk kemur henni til varnar og styður við hina röngu samsæriskenningu að Soros hafi starfað með Nasistum. Þá hefur hún einnig endurtíst færslum um að fólk eigi að sniðganga ABC.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira