Segir tillögur ríma við stefnuna Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. maí 2018 10:00 Gríðarlegt magn af plastúrgangi hefur verið safnað í endursvinnslustöðinni í Gufunesi. Vísir/Sigtryggur Ari Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira