Innlent

Skotin eftir langt flug heim

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Kjói iggur dauður á Hringveri.
Kjói iggur dauður á Hringveri. NNA
Starfsfólk Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) gekk nýlega fram á kjóapar sem hafði verið skotið.

Í frétt á vef NNA kemur fram að starfsfólkið hafi heilsað upp á parið á hverju ári frá 2009. Kjóar eru alfriðaðir nema við friðlýst æðarvörp á varptíma en slíkt varp er hvergi í grenndinni. Hér er því um klárt lögbrot að ræða.

„Þeir eru skotnir þarna í algjöru tilgangsleysi og algjörum óþokkaskap. Maður veit ekki hvað býr innra með mönnum sem gera svona,“ segir Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA.

„Þeir koma ár eftir ár á sömu óðölin,“ bætir hann við um þennan langferðafugl en hér lýkur kjóinn 14 þúsund kílómetra ferðalagi sínu úr suðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×