Vilja bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:12 Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. Vísir/Stefán Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi
Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13