Synir Netanyahu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 16:30 Fimm ára gömul mynd af feðgunum við grátmúrinn í Jerúsalem. Vísir/AFP Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira