Segja hættulegt fyrir blaðamenn að starfa í Palestínu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. maí 2018 20:00 Fræðimennirnir Juman Ali Quneis og Mohammad Abu Alrob héldu erindi sín í Hákóla Íslands í dag. Mynd/Frikki Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður. Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður.
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira