Segja hættulegt fyrir blaðamenn að starfa í Palestínu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. maí 2018 20:00 Fræðimennirnir Juman Ali Quneis og Mohammad Abu Alrob héldu erindi sín í Hákóla Íslands í dag. Mynd/Frikki Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira