Kjörsóknin langminnst í Reykjanesbæ Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 10:43 Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík var 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 90.135 manns voru á kjörskrá í Reykjavík en 60.422 skiluðu sér á kjörstað. Það er kjörsókn upp á 67 prósent. Þetta er nokkuð betri kjörsókn en í síðustu borgarstjórnarskosningum þegar kjörsóknin var 62,9 prósent. Þetta kann að virðast ágæt kjörsókn þegat tölfræðin er borin saman við tölur úr síðustu kosningum. Það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni að þrjátíu þúsund Reykvíkingar ákveða að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima í stað þess að hafa áhrif á hvernig sveitarfélaginu er stjórnað. Í Kópavogi var kjörsóknin 63,4 prósent eða rúmlega 3 prósentustigum meiri kjörsókn en í síðustu kosningum. Áhugi á pólitík á Seltjarnarnesi hefur aukist frá síðustu kosningum eða flokkarnir voru duglegri að smala á kjörstað að þessu sinni því 75 prósent Seltirninga skiluðu sér á kjörstað sem er aukning um tp 7 prósentustig frá kosningunum 2014. Í Garðabæ, öðru sterku vígi Sjálfstæðisflokksins, var kjörsóknin svipuð og síðast eða 67 prósent en 66 prósent í kosningunum 2014. Á Akureyri var kjörsóknin 66,3 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum þegar 67 prósent atvkæðisbærra bæjarbúa skiluðu sér á kjörstað. Í Hafnarfirði dróst kjörsókn saman um eitt og hálft prósentustig en aðeins 58 prósent Hafnfirðinga nýttu atkvæðisréttinn að þessu sinni. Það er næstlakasta kjörsókn í sveitarfélagi á landinu öllu. Aðeins í Reykjanesbæ var lakari kjörsókn. Þar skiluðu sér aðeins 57 prósent á kjörstað sem er 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2014. Það verður væntanlega verkefni fyrir embættismenn íReykjanesbæ að rannsaka hvað gerðist á árinu 2018 sem varð til þess að jafn fáir ákváðu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa að þessu sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík var 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 90.135 manns voru á kjörskrá í Reykjavík en 60.422 skiluðu sér á kjörstað. Það er kjörsókn upp á 67 prósent. Þetta er nokkuð betri kjörsókn en í síðustu borgarstjórnarskosningum þegar kjörsóknin var 62,9 prósent. Þetta kann að virðast ágæt kjörsókn þegat tölfræðin er borin saman við tölur úr síðustu kosningum. Það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni að þrjátíu þúsund Reykvíkingar ákveða að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima í stað þess að hafa áhrif á hvernig sveitarfélaginu er stjórnað. Í Kópavogi var kjörsóknin 63,4 prósent eða rúmlega 3 prósentustigum meiri kjörsókn en í síðustu kosningum. Áhugi á pólitík á Seltjarnarnesi hefur aukist frá síðustu kosningum eða flokkarnir voru duglegri að smala á kjörstað að þessu sinni því 75 prósent Seltirninga skiluðu sér á kjörstað sem er aukning um tp 7 prósentustig frá kosningunum 2014. Í Garðabæ, öðru sterku vígi Sjálfstæðisflokksins, var kjörsóknin svipuð og síðast eða 67 prósent en 66 prósent í kosningunum 2014. Á Akureyri var kjörsóknin 66,3 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum þegar 67 prósent atvkæðisbærra bæjarbúa skiluðu sér á kjörstað. Í Hafnarfirði dróst kjörsókn saman um eitt og hálft prósentustig en aðeins 58 prósent Hafnfirðinga nýttu atkvæðisréttinn að þessu sinni. Það er næstlakasta kjörsókn í sveitarfélagi á landinu öllu. Aðeins í Reykjanesbæ var lakari kjörsókn. Þar skiluðu sér aðeins 57 prósent á kjörstað sem er 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2014. Það verður væntanlega verkefni fyrir embættismenn íReykjanesbæ að rannsaka hvað gerðist á árinu 2018 sem varð til þess að jafn fáir ákváðu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa að þessu sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15