„Við getum ekki svikið kjósendur“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2018 20:51 Frá Ísafirði. vísir/einar Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58
Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08