„Við getum ekki svikið kjósendur“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2018 20:51 Frá Ísafirði. vísir/einar Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58
Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08