Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga. Vísir/Vilhelm Viðræður oddvita flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn munu halda áfram í dag en óformlegar þreifingar áttu sér stað í gær. Fráfarandi meirihluti telur eðlilegast að sækja sér liðsstyrk til Viðreisnar og halda áfram meirihlutasamstarfi í borginni. Að mati aðila innan fráfarandi meirihluta er lítið sem ber í milli hjá núverandi meirihluta og borgarstjórnarflokki Viðreisnar í flestum stóru kosningamálunum sem bar á góma í kosningabaráttunni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er í afar ákjósanlegri stöðu til að mynda nýjan meirihluta og hefur í raun flest spil á hendi sér eins og staðan er núna. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir þessar kosningar, hlaut yfir þrjátíu prósenta fylgi og átta borgarfulltrúa kjörna. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að komast í meirihluta í borgarstjórn þarf hann á liðsinni Viðreisnar að halda og gæti því þurft að gefa mikið eftir í viðræðum við Viðreisn. Það sem kemur þó helst í veg fyrir þann meirihluta, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins, er sú staða að hugmyndir Viðreisnar og Miðflokksins eru algjörlega á öndverðum meiði þegar kemur að framtíðarþróun borgarinnar í skipulags- og samgöngumálum.Borgarfulltrúar í Reykjavík.Vísir/GvendurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir málin skýrast á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun fráfarandi meirihluti setjast niður með Viðreisn nú í byrjun vikunnar og skoða fleti á mögulegu samstarfi. Dagur segir Samfylkinguna enn gera ráð fyrir að halda borgarstjórastólnum í slíku samstarfsmynstri. „Ég hef gengið út frá því en það eru engar viðræður hafnar,“ segir Dagur við Fréttablaðið. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, segir stöðu Viðreisnar vera afar góða. „Samfylkingin er að tapa fylgi í kosningunum og kemur kannski ögn særð út úr þessum kosningum. Því yrði það erfitt fyrir Samfylkinguna að setja einhverja afarkosti um að flokkurinn haldi stóli borgarstjóra,“ segir Grétar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig spilast úr þessu á næstu dögum en málefnalega sýnist manni svona í grófum dráttum að Viðreisn ætti auðveldara með að samsama sig þeim meirihluta sem var við völd á síðasta kjörtímabili.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, má þakka fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 að hún hafi náð kjöri inn í borgarstjórn. Líf er sextándi borgarfulltrúinn í Reykjavík og hefði ekki náð inn í borgarstjórn væru borgarfulltrúar en 15 talsins. VG hlaut ekki góða kosningu í sveitarstjórnarkosningum laugardagsins og missti til að mynda fulltrúa sína í Hafnarfirði og í Kópavogi. Einnig má nefna að flokkurinn náði ekki að manna framboð í kosningunum á Akranesi. Grétar telur aftur á móti að þessar kosningar muni ekki hafa mikil áhrif á flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Viðræður oddvita flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn munu halda áfram í dag en óformlegar þreifingar áttu sér stað í gær. Fráfarandi meirihluti telur eðlilegast að sækja sér liðsstyrk til Viðreisnar og halda áfram meirihlutasamstarfi í borginni. Að mati aðila innan fráfarandi meirihluta er lítið sem ber í milli hjá núverandi meirihluta og borgarstjórnarflokki Viðreisnar í flestum stóru kosningamálunum sem bar á góma í kosningabaráttunni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er í afar ákjósanlegri stöðu til að mynda nýjan meirihluta og hefur í raun flest spil á hendi sér eins og staðan er núna. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir þessar kosningar, hlaut yfir þrjátíu prósenta fylgi og átta borgarfulltrúa kjörna. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að komast í meirihluta í borgarstjórn þarf hann á liðsinni Viðreisnar að halda og gæti því þurft að gefa mikið eftir í viðræðum við Viðreisn. Það sem kemur þó helst í veg fyrir þann meirihluta, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins, er sú staða að hugmyndir Viðreisnar og Miðflokksins eru algjörlega á öndverðum meiði þegar kemur að framtíðarþróun borgarinnar í skipulags- og samgöngumálum.Borgarfulltrúar í Reykjavík.Vísir/GvendurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir málin skýrast á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun fráfarandi meirihluti setjast niður með Viðreisn nú í byrjun vikunnar og skoða fleti á mögulegu samstarfi. Dagur segir Samfylkinguna enn gera ráð fyrir að halda borgarstjórastólnum í slíku samstarfsmynstri. „Ég hef gengið út frá því en það eru engar viðræður hafnar,“ segir Dagur við Fréttablaðið. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, segir stöðu Viðreisnar vera afar góða. „Samfylkingin er að tapa fylgi í kosningunum og kemur kannski ögn særð út úr þessum kosningum. Því yrði það erfitt fyrir Samfylkinguna að setja einhverja afarkosti um að flokkurinn haldi stóli borgarstjóra,“ segir Grétar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig spilast úr þessu á næstu dögum en málefnalega sýnist manni svona í grófum dráttum að Viðreisn ætti auðveldara með að samsama sig þeim meirihluta sem var við völd á síðasta kjörtímabili.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, má þakka fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 að hún hafi náð kjöri inn í borgarstjórn. Líf er sextándi borgarfulltrúinn í Reykjavík og hefði ekki náð inn í borgarstjórn væru borgarfulltrúar en 15 talsins. VG hlaut ekki góða kosningu í sveitarstjórnarkosningum laugardagsins og missti til að mynda fulltrúa sína í Hafnarfirði og í Kópavogi. Einnig má nefna að flokkurinn náði ekki að manna framboð í kosningunum á Akranesi. Grétar telur aftur á móti að þessar kosningar muni ekki hafa mikil áhrif á flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22