Dúx Tækniskólans með 9,92 í meðaleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2018 09:59 F.v. Jón B. Stefánsson (skólameistari), Björk Marie Villacorta (semidúx), Erla Þórðardóttir (dúx) og Guðrún Randalín Lárusdóttir (aðstoðarskólameistari). Erla Þórðardóttir er dúx Tækniskólans á vorönn með meðaleinkunnina 9,92. Fjölmennt var við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á föstudaginn 25. maí á tíunda starfsári skólans. Alls brautskráði skólinn 437 nemendur bæði af framhaldsskólastigi og fagháskólastigi sem er nám á fjórða stigi. Í annað sinn voru brautskráðir nemendur úr vefþróunarnámi frá Vefskólanum og stór hópur frá Margmiðlunarskólanum var einnig mættur til útskriftar. Stærsti hópurinn sem brautskráðist var úr Meistaraskólanum en þeir nemendur koma til náms í skólann að loknu iðnnámi. Frá Flugskóla Íslands voru brautskráðir 37 atvinnuflugmenn og Stúdíó Sýrland er í samstarfi við Tækniskólann um nám í kvikmyndatækni og voru 11 nemendur brautskráðir úr kvikmyndatækninámi. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans: Byggingatækniskólinn(49), Handverksskólinn, hár, gull og föt(24), Raftækniskólinn(49), Skipstjórnarskólinn(29), Tæknimenntaskólinn(37), Upplýsingatækniskólinn(40), Véltækniskólinn(42). Flugskóli Íslands (37), Kvikmyndatækni (11), Margmiðlunarskólinn (21), Meistaraskólinn (84), Vefskólinn (14). Erla Þórðardóttir er dúx skólans með 9,92 í meðaleinkunn. Hún útskrifast úr tækniteiknun frá Byggingatækniskólanum. Erla á góð tengsl við skólann en móðir hennar Guðný Lára Petersen er vélstjóri og kennari sem hefur kennt rafiðngreinar í Tækniskólanum til margra ára. Semidúx skólans er Björk Marie Villacorta sem útskrifaðist úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum með meðaleinkunnina 9,84. Síðasta útskrift undir stjórn Jóns Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar. Hann hefur verið skólameistari í 15 ár, fyrst hjá Fjöltækniskólanum og svo Tækniskólanum þegar hann varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008. Í hátíðarræðu sinni fjallaði Jón um mikilvægi þess að Tækniskólinn komist undir eitt þak og er stefnan sett á nýtt húsnæði í náinni framtíð. Húsnæði þar sem allar greinar skólans fá að njóta sín og vaxa við bestu aðstæður. Framvegis verða tvær konur í brúnni Framundan eru breytingar í stjórnendateymi skólans og í fyrsta sinn er kona í stöðu skólameistara skólans en stofnunin byggir á langri sögur eldri skóla þar sem karlar hafa ráðið ríkjum. Skólameistari verður Hildur Ingvarsdóttir verkfræðingur og tekur hún formlega til starfa 1. júní n.k. Undanfarin ár hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Veitum. Þar hefur hún tekið ríkan þátt í að efla vinnustaðanám fyrirtækisins auk þess að vinna ötullega að því að efla áhuga unglinga á iðn- og tæknigreinum. Hildur sat í stjórn Tækniskólans frá 2014-2016 sem fulltrúi Samorku og þekkir því til skólans. Áður starfaði Hildur hjá Almennu verkfræðistofunni og sem kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýráðinn aðstoðaskólameistari er Guðrún Randalín Lárusdóttir en hún tók til starfa í maímánuði. Guðrún, sem er tölvunarfræðingur, hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 og kenndi þar áður um árabil. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru því tvær konur sem sitja í brúnni að því er segir í tilkynningu frá skólanum. Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Erla Þórðardóttir er dúx Tækniskólans á vorönn með meðaleinkunnina 9,92. Fjölmennt var við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á föstudaginn 25. maí á tíunda starfsári skólans. Alls brautskráði skólinn 437 nemendur bæði af framhaldsskólastigi og fagháskólastigi sem er nám á fjórða stigi. Í annað sinn voru brautskráðir nemendur úr vefþróunarnámi frá Vefskólanum og stór hópur frá Margmiðlunarskólanum var einnig mættur til útskriftar. Stærsti hópurinn sem brautskráðist var úr Meistaraskólanum en þeir nemendur koma til náms í skólann að loknu iðnnámi. Frá Flugskóla Íslands voru brautskráðir 37 atvinnuflugmenn og Stúdíó Sýrland er í samstarfi við Tækniskólann um nám í kvikmyndatækni og voru 11 nemendur brautskráðir úr kvikmyndatækninámi. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans: Byggingatækniskólinn(49), Handverksskólinn, hár, gull og föt(24), Raftækniskólinn(49), Skipstjórnarskólinn(29), Tæknimenntaskólinn(37), Upplýsingatækniskólinn(40), Véltækniskólinn(42). Flugskóli Íslands (37), Kvikmyndatækni (11), Margmiðlunarskólinn (21), Meistaraskólinn (84), Vefskólinn (14). Erla Þórðardóttir er dúx skólans með 9,92 í meðaleinkunn. Hún útskrifast úr tækniteiknun frá Byggingatækniskólanum. Erla á góð tengsl við skólann en móðir hennar Guðný Lára Petersen er vélstjóri og kennari sem hefur kennt rafiðngreinar í Tækniskólanum til margra ára. Semidúx skólans er Björk Marie Villacorta sem útskrifaðist úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum með meðaleinkunnina 9,84. Síðasta útskrift undir stjórn Jóns Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar. Hann hefur verið skólameistari í 15 ár, fyrst hjá Fjöltækniskólanum og svo Tækniskólanum þegar hann varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008. Í hátíðarræðu sinni fjallaði Jón um mikilvægi þess að Tækniskólinn komist undir eitt þak og er stefnan sett á nýtt húsnæði í náinni framtíð. Húsnæði þar sem allar greinar skólans fá að njóta sín og vaxa við bestu aðstæður. Framvegis verða tvær konur í brúnni Framundan eru breytingar í stjórnendateymi skólans og í fyrsta sinn er kona í stöðu skólameistara skólans en stofnunin byggir á langri sögur eldri skóla þar sem karlar hafa ráðið ríkjum. Skólameistari verður Hildur Ingvarsdóttir verkfræðingur og tekur hún formlega til starfa 1. júní n.k. Undanfarin ár hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Veitum. Þar hefur hún tekið ríkan þátt í að efla vinnustaðanám fyrirtækisins auk þess að vinna ötullega að því að efla áhuga unglinga á iðn- og tæknigreinum. Hildur sat í stjórn Tækniskólans frá 2014-2016 sem fulltrúi Samorku og þekkir því til skólans. Áður starfaði Hildur hjá Almennu verkfræðistofunni og sem kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýráðinn aðstoðaskólameistari er Guðrún Randalín Lárusdóttir en hún tók til starfa í maímánuði. Guðrún, sem er tölvunarfræðingur, hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 og kenndi þar áður um árabil. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru því tvær konur sem sitja í brúnni að því er segir í tilkynningu frá skólanum.
Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira