Fjórir flokkar hefja viðræður í Grindavík Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2018 10:25 Meirihlutinn í Grindavík féll í nýafstöðnum kosningum. Vísir Rödd unga fólksins, Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Samfylkingin hafa ákveðið að hefja meirihlutaviðræður í Grindavík. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Raddar unga fólksins en umræddir flokkar fengu allir einn mann inn í bæjarstjórn í nýafstöðnum kosningum. Ef þeir ná saman mynda þeir eins manns meirihluta í bæjarstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna inn í bæjarstjórn. Áður mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Listi Grindavíkur meirihluta í bæjarstjórn. Listi Grindavíkur var með einn í bæjarstjórn en fékk engan þetta árið. Af flokkunum fjórum sem ætla í viðræður í ár hlaut Rödd unga fólksins flest atkvæði, eða 298 talsins, en líkt og nafnið gefur til kynna er listinn skipaður ungum Grindvíkingum. Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti flokksins, segir í samtali við Vísi að flokkurinn hafi rætt við alla flokka í gær sem fengu kjörna fulltrúa í bæjarstjórn. Eftir miklar samræður var ákveðið að hefja viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Samfylkinguna. „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Helga Dís um árangur flokksins í kosningunum. Hún segir ekki ljóst hvenær viðræðurnar hefjast en ákvörðunin var tekin seint í gærkvöldi. „Við munum leggja áherslu á að rödd okkar heyrist í þessum viðræðum og við munum leggja áherslu á það sem við höfum talað fyrir í kosningabaráttunni. Um opna og þjónustumiðaða stjórnsýslu og opið bókhald. Það þarf líka að leysa daggæslu mál sem fyrst. En það eru líka mörg önnur mál,“ segir Helga Dís. Kosningar 2018 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Rödd unga fólksins, Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Samfylkingin hafa ákveðið að hefja meirihlutaviðræður í Grindavík. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Raddar unga fólksins en umræddir flokkar fengu allir einn mann inn í bæjarstjórn í nýafstöðnum kosningum. Ef þeir ná saman mynda þeir eins manns meirihluta í bæjarstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna inn í bæjarstjórn. Áður mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Listi Grindavíkur meirihluta í bæjarstjórn. Listi Grindavíkur var með einn í bæjarstjórn en fékk engan þetta árið. Af flokkunum fjórum sem ætla í viðræður í ár hlaut Rödd unga fólksins flest atkvæði, eða 298 talsins, en líkt og nafnið gefur til kynna er listinn skipaður ungum Grindvíkingum. Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti flokksins, segir í samtali við Vísi að flokkurinn hafi rætt við alla flokka í gær sem fengu kjörna fulltrúa í bæjarstjórn. Eftir miklar samræður var ákveðið að hefja viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Samfylkinguna. „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Helga Dís um árangur flokksins í kosningunum. Hún segir ekki ljóst hvenær viðræðurnar hefjast en ákvörðunin var tekin seint í gærkvöldi. „Við munum leggja áherslu á að rödd okkar heyrist í þessum viðræðum og við munum leggja áherslu á það sem við höfum talað fyrir í kosningabaráttunni. Um opna og þjónustumiðaða stjórnsýslu og opið bókhald. Það þarf líka að leysa daggæslu mál sem fyrst. En það eru líka mörg önnur mál,“ segir Helga Dís.
Kosningar 2018 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira