Úr pólitík í meiraprófið Elín Albertsdóttir skrifar 29. maí 2018 06:00 Karl Tómasson segist hafa tekið nokkrar u-beygjur í gegnum lífið. Vísir/eyþór Karl Tómasson starfaði í átta ár sem forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fyrir Vinstri græn en hann og félagar hans voru brautryðjendur í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokks. Karli fannst því slíkt samstarf á landsvísu spennandi og talaði fyrir því opinberlega áður en núverandi samstarf flokkanna á landsvísu varð raunin. Sjálfur hefur hann lagt pólitíkina á hilluna og starfar núna sem bílstjóri hjá Matfugli í Mosfellsbæ. „Eftir átta mjög góð ár í bæjarstjórn fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að fara að gera. Ég er lærður bókbindari og vann við það á sínum tíma að loknu námi. Gat þó ekki hugsað mér að fara í það starf. Ég hef hins vegar alltaf haft mikla bíladellu. „Mér finnst gaman að keyra flotta og stóra bíla.“Tímamót í lífinu Karl segir að það hafi því verið ákveðin tímamót í lífi sínu þegar hann varð fimmtugur og settist á skólabekk til að taka meiraprófið. Hann var þó síður en svo elstur í sínum bekk enda eftirspurn mikil eftir bílstjórum. „Eftir meiraprófið réð ég mig til Kynnisferða og starfaði þar í rúm tvö ár. Þar með hafði ég tekið u-beygju í mínu lífi sem mér líkaði vel. Það hefur reynst mér ágætlega að skipta um starfsvettvang og mér finnst skemmtilegt að öðlast reynslu af ýmsu tagi. Draumurinn var svolítið að keyra ferðamenn og kynnast þeim heimi. Ég hef gaman af því að umgangast fólk,“ segir hann.Karl hefur ekið flutningabílum fyrir Matfugl undanfarin tvö ár.VísirÞegar Karl vann hjá Kynnisferðum keyrði hann í nokkurn tíma rauðu tveggja hæða túristarútuna, City bus, um Reykjavík. Þá kynntist hann ferðamönnum mjög vel enda þeir einir sem fá sér sæti í vagninum. „Fólk af alls kyns þjóðernum kemur í þessa rútu og margir spyrja mikið um hitt og þetta sem viðkemur borginni og landinu þrátt fyrir að um borð sé sérstakt leiðsögukerfi. Auk þess hafði fólkið gaman af því að segja mér frá margs konar upplifun sinni af landinu okkar,“ segir Karl. Þegar við báðum hann um viðtal var það ekki síst til að spyrja hann hvernig það væri að aka hring eftir hring um Reykjavík með túrista. „Ég get ekki neitað því að það varð leiðigjarnt þegar margir hringir höfðu verið farnir. Sérstaklega vegna þess að þetta er stór bíll og margar götur í borginni mjög þröngar. Það þurfti að fara afar varlega um miðborgina, til dæmis á Geirsgötu og ekki síður á Skólavörðuholtinu,“ segir hann. Loks varð Karl þreyttur á Reykjavíkurrúntinum og réð sig á vöruflutningabíl fyrir Matfugl þar sem hann hefur starfað í tvö ár.Ný plata í haust „Mig langaði að prófa 8-16 vinnu til að hafa meiri tíma fyrir tónlistina,“ bætir hann við en Karl gaf út fyrsta sóló hljómdiskinn sinn, Örlagagaldur, árið 2015. Platan fékk frábæra dóma og var vel tekið á markaðnum. Þess vegna situr hann nú við lokafrágang að næstu plötu sem kemur út í haust. Með Karli vinna margir frábærir tónlistarmenn, meðal þeirra eru áberandi nú eins og á fyrri plötunni: Tryggvi Hübner, Guðmundur Jónsson, Jóhann Helgason og upptökustjórinn er sá sami, Ásmundur Jóhannsson. „Þeir hafa allir reynst mér einstaklega vel. Nýja platan verður svolítið svipuð og sú fyrsta en það má kannski segja að þetta séu systurplötur þótt fólk heyri vonandi ýmislegt nýtt. Það verður aðeins meira af rafmagnshljóðfærum í þetta skiptið. Það finnst kannski einhverjum skrítið að maður sé að standa í hljómplötuútgáfu nú til dags en til að þetta sé hægt verður maður að vera mjög duglegur sjálfur að selja plötuna. Hugsanlega er hægt að ná endum saman á þann hátt en maður fer ekki lengur með disk til sölu í plötubúð, þeirri sögu er lokið. Mér finnst þetta bara það allra skemmtilegasta sem ég geri í lífinu,“ segir Kalli Tomm, eins og hann er ævinlega kallaður, en örugglega eru margir aðdáendur sem bíða nýju plötunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Karl Tómasson starfaði í átta ár sem forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fyrir Vinstri græn en hann og félagar hans voru brautryðjendur í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokks. Karli fannst því slíkt samstarf á landsvísu spennandi og talaði fyrir því opinberlega áður en núverandi samstarf flokkanna á landsvísu varð raunin. Sjálfur hefur hann lagt pólitíkina á hilluna og starfar núna sem bílstjóri hjá Matfugli í Mosfellsbæ. „Eftir átta mjög góð ár í bæjarstjórn fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að fara að gera. Ég er lærður bókbindari og vann við það á sínum tíma að loknu námi. Gat þó ekki hugsað mér að fara í það starf. Ég hef hins vegar alltaf haft mikla bíladellu. „Mér finnst gaman að keyra flotta og stóra bíla.“Tímamót í lífinu Karl segir að það hafi því verið ákveðin tímamót í lífi sínu þegar hann varð fimmtugur og settist á skólabekk til að taka meiraprófið. Hann var þó síður en svo elstur í sínum bekk enda eftirspurn mikil eftir bílstjórum. „Eftir meiraprófið réð ég mig til Kynnisferða og starfaði þar í rúm tvö ár. Þar með hafði ég tekið u-beygju í mínu lífi sem mér líkaði vel. Það hefur reynst mér ágætlega að skipta um starfsvettvang og mér finnst skemmtilegt að öðlast reynslu af ýmsu tagi. Draumurinn var svolítið að keyra ferðamenn og kynnast þeim heimi. Ég hef gaman af því að umgangast fólk,“ segir hann.Karl hefur ekið flutningabílum fyrir Matfugl undanfarin tvö ár.VísirÞegar Karl vann hjá Kynnisferðum keyrði hann í nokkurn tíma rauðu tveggja hæða túristarútuna, City bus, um Reykjavík. Þá kynntist hann ferðamönnum mjög vel enda þeir einir sem fá sér sæti í vagninum. „Fólk af alls kyns þjóðernum kemur í þessa rútu og margir spyrja mikið um hitt og þetta sem viðkemur borginni og landinu þrátt fyrir að um borð sé sérstakt leiðsögukerfi. Auk þess hafði fólkið gaman af því að segja mér frá margs konar upplifun sinni af landinu okkar,“ segir Karl. Þegar við báðum hann um viðtal var það ekki síst til að spyrja hann hvernig það væri að aka hring eftir hring um Reykjavík með túrista. „Ég get ekki neitað því að það varð leiðigjarnt þegar margir hringir höfðu verið farnir. Sérstaklega vegna þess að þetta er stór bíll og margar götur í borginni mjög þröngar. Það þurfti að fara afar varlega um miðborgina, til dæmis á Geirsgötu og ekki síður á Skólavörðuholtinu,“ segir hann. Loks varð Karl þreyttur á Reykjavíkurrúntinum og réð sig á vöruflutningabíl fyrir Matfugl þar sem hann hefur starfað í tvö ár.Ný plata í haust „Mig langaði að prófa 8-16 vinnu til að hafa meiri tíma fyrir tónlistina,“ bætir hann við en Karl gaf út fyrsta sóló hljómdiskinn sinn, Örlagagaldur, árið 2015. Platan fékk frábæra dóma og var vel tekið á markaðnum. Þess vegna situr hann nú við lokafrágang að næstu plötu sem kemur út í haust. Með Karli vinna margir frábærir tónlistarmenn, meðal þeirra eru áberandi nú eins og á fyrri plötunni: Tryggvi Hübner, Guðmundur Jónsson, Jóhann Helgason og upptökustjórinn er sá sami, Ásmundur Jóhannsson. „Þeir hafa allir reynst mér einstaklega vel. Nýja platan verður svolítið svipuð og sú fyrsta en það má kannski segja að þetta séu systurplötur þótt fólk heyri vonandi ýmislegt nýtt. Það verður aðeins meira af rafmagnshljóðfærum í þetta skiptið. Það finnst kannski einhverjum skrítið að maður sé að standa í hljómplötuútgáfu nú til dags en til að þetta sé hægt verður maður að vera mjög duglegur sjálfur að selja plötuna. Hugsanlega er hægt að ná endum saman á þann hátt en maður fer ekki lengur með disk til sölu í plötubúð, þeirri sögu er lokið. Mér finnst þetta bara það allra skemmtilegasta sem ég geri í lífinu,“ segir Kalli Tomm, eins og hann er ævinlega kallaður, en örugglega eru margir aðdáendur sem bíða nýju plötunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira