Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 13:00 Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00