Ljósmæður búnar að semja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 17:29 Kjaradeila ljósmæðra við ríkið hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Vísir/Vilhelm Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira