Forsætisráðherra drap biskup við skákborðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. Þar er áheitum og styrkjum safnað við skákiðkun næstu tvo daga, en tilefnið er að ár er nú liðið frá andláti Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Jóhanna kynnti fjölmarga Íslendinga fyrir Mið-Austurlöndum sem fararstjóri um árabil auk þess að vera ötul í góðgerðarstarfi og ýmiss konar söfnunum. „Þetta er bara eitt versta neyðarástand í heimi. Af 29 milljón íbúum þá þurfa 22 milljónir á neyðaraðstoð að halda. Þar af eru 11,3 milljónir barna, sem er næstum því hvert einasta barn í landinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um ástandið í Jemen. Teflt var frá klukkan níu í morgun og stendur maraþonið allt fram til miðnættis. Andstæðingurinn Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, var ósigraður þegar fréttastofu bar að garði. „Úrslitin í raun og veru skipta engu máli. Það er bara að koma og tefla, taka þátt í þessari söfnun við okkur,“ segir Róbert. Bæði er teflt í dag og á morgun – allt til miðnættis. Fjölmörg fyrirtæki styrkja söfnunina, bæði með beinum styrkjum auk þess sem þau styrkja UNICEF og Fatimusjóðinn svokallaða fyrir hverja teflda og skráða skák. Þegar hafa safnast á fimmtu milljón króna, en Hróksmenn hvetja alla til að mæta og tefla. „Það er bara um að gera að styrkja börn í Jemen,“ segir Henný Nielsen, herforingi hjá Hróknum. Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. Þar er áheitum og styrkjum safnað við skákiðkun næstu tvo daga, en tilefnið er að ár er nú liðið frá andláti Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Jóhanna kynnti fjölmarga Íslendinga fyrir Mið-Austurlöndum sem fararstjóri um árabil auk þess að vera ötul í góðgerðarstarfi og ýmiss konar söfnunum. „Þetta er bara eitt versta neyðarástand í heimi. Af 29 milljón íbúum þá þurfa 22 milljónir á neyðaraðstoð að halda. Þar af eru 11,3 milljónir barna, sem er næstum því hvert einasta barn í landinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um ástandið í Jemen. Teflt var frá klukkan níu í morgun og stendur maraþonið allt fram til miðnættis. Andstæðingurinn Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, var ósigraður þegar fréttastofu bar að garði. „Úrslitin í raun og veru skipta engu máli. Það er bara að koma og tefla, taka þátt í þessari söfnun við okkur,“ segir Róbert. Bæði er teflt í dag og á morgun – allt til miðnættis. Fjölmörg fyrirtæki styrkja söfnunina, bæði með beinum styrkjum auk þess sem þau styrkja UNICEF og Fatimusjóðinn svokallaða fyrir hverja teflda og skráða skák. Þegar hafa safnast á fimmtu milljón króna, en Hróksmenn hvetja alla til að mæta og tefla. „Það er bara um að gera að styrkja börn í Jemen,“ segir Henný Nielsen, herforingi hjá Hróknum.
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira