Forsætisráðherra drap biskup við skákborðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. Þar er áheitum og styrkjum safnað við skákiðkun næstu tvo daga, en tilefnið er að ár er nú liðið frá andláti Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Jóhanna kynnti fjölmarga Íslendinga fyrir Mið-Austurlöndum sem fararstjóri um árabil auk þess að vera ötul í góðgerðarstarfi og ýmiss konar söfnunum. „Þetta er bara eitt versta neyðarástand í heimi. Af 29 milljón íbúum þá þurfa 22 milljónir á neyðaraðstoð að halda. Þar af eru 11,3 milljónir barna, sem er næstum því hvert einasta barn í landinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um ástandið í Jemen. Teflt var frá klukkan níu í morgun og stendur maraþonið allt fram til miðnættis. Andstæðingurinn Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, var ósigraður þegar fréttastofu bar að garði. „Úrslitin í raun og veru skipta engu máli. Það er bara að koma og tefla, taka þátt í þessari söfnun við okkur,“ segir Róbert. Bæði er teflt í dag og á morgun – allt til miðnættis. Fjölmörg fyrirtæki styrkja söfnunina, bæði með beinum styrkjum auk þess sem þau styrkja UNICEF og Fatimusjóðinn svokallaða fyrir hverja teflda og skráða skák. Þegar hafa safnast á fimmtu milljón króna, en Hróksmenn hvetja alla til að mæta og tefla. „Það er bara um að gera að styrkja börn í Jemen,“ segir Henný Nielsen, herforingi hjá Hróknum. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. Þar er áheitum og styrkjum safnað við skákiðkun næstu tvo daga, en tilefnið er að ár er nú liðið frá andláti Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Jóhanna kynnti fjölmarga Íslendinga fyrir Mið-Austurlöndum sem fararstjóri um árabil auk þess að vera ötul í góðgerðarstarfi og ýmiss konar söfnunum. „Þetta er bara eitt versta neyðarástand í heimi. Af 29 milljón íbúum þá þurfa 22 milljónir á neyðaraðstoð að halda. Þar af eru 11,3 milljónir barna, sem er næstum því hvert einasta barn í landinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um ástandið í Jemen. Teflt var frá klukkan níu í morgun og stendur maraþonið allt fram til miðnættis. Andstæðingurinn Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, var ósigraður þegar fréttastofu bar að garði. „Úrslitin í raun og veru skipta engu máli. Það er bara að koma og tefla, taka þátt í þessari söfnun við okkur,“ segir Róbert. Bæði er teflt í dag og á morgun – allt til miðnættis. Fjölmörg fyrirtæki styrkja söfnunina, bæði með beinum styrkjum auk þess sem þau styrkja UNICEF og Fatimusjóðinn svokallaða fyrir hverja teflda og skráða skák. Þegar hafa safnast á fimmtu milljón króna, en Hróksmenn hvetja alla til að mæta og tefla. „Það er bara um að gera að styrkja börn í Jemen,“ segir Henný Nielsen, herforingi hjá Hróknum.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira