Innlent

Ákærður fyrir að fróa sér ítrekað á opinberum stöðum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Málið verður þingfest í júní.
Málið verður þingfest í júní. Vísir/Stefán
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot þar sem hann fróaði sér á opinberum stöðum og í bíl sínum meðal annars í undirgöngum og við bíóhús í Breiðholti. Með því telst maðurinn hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni að athæfunum. Mörg vitni voru að athæfunum meðal annars nokkur börn og sækja sum þeirra miskabætur.

Ásamt þessu er maðurinn er ákærður fyrir nokkur umferðarlagabrot. Meðal annars að hafa keyrt undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og virt að vettungi stöðvunarmerki lögreglunnar og að hafa keyrt utan í lögreglubifreið þegar honum var veitt eftirför.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir þjófnað á nautakjöti, matvöru, snjallúri og hreinlætisvörum ásamt öðru úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, er ekki með skráð aðsetur á Íslandi og því þurfti að birta ákæruna í Lögbirtingablaðinu í dag. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Sæki maðurinn ekki þing má hann búast við því að verða handtekinn og færður fyrir dóm.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×