Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 12. maí 2018 14:30 Verð á nýjum bílum gæti hækkað verulega á næstunni. Vísir/GVA Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira