Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 12. maí 2018 14:30 Verð á nýjum bílum gæti hækkað verulega á næstunni. Vísir/GVA Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira