Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:53 Söngkonan Netta var fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár. Hún var að vonum afar sátt með sigurinn. vísir/ap Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. Vísir fjallaði fyrst um listann í gærmorgun og voru þá um 4.500 manns búnir að skrifa undir listann. Nú, tæpum sólarhring síðar, hafa því nærri 12.000 undirskriftir bæst við. Árni St. Sigurðsson hóf undirskriftasöfnunina en henni er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Á vefsíðunni þar sem undirskriftunum er safnað segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Páll Óskar er einn þeirra sem hvetur til þess að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael.vísir/anton brinkPáll Óskar og Daði Freyr vilja ekki að Ísland taki þátt Sigur Ísraels í Eurovision, og þar af leiðandi sú staðreynd að keppnin fari fram þar í landi að ári, hefur vakið hörð viðbrögð vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið í deiglunni undanfarna daga vegna mótmæla Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum en Ísraelsher hefur mætt mótmælendum af hörku. Hefur herinn drepið sextíu palestínska mótmælendur og sært að minnsta kosti 2.400 manns en framganga hefur verið fordæmd víða, meðal annars af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og embættismönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Á meðal þeirra sem hvöttu til þess í gær að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael voru tónlistarmennirnir Daði Freyr og Páll Óskar. Daði Freyr tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra og Páll Óskar fór út fyrir Íslands hönds árið 1997. Sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni í gær að hér væri „kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelhers á Palestínu og setja Ísreal mörk á alþjóðavísu.“ Hvatti hann RÚV til að nýta tækifærið og mótmæla með fjarveru Íslands í keppninni.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánVega og meta aðstæður hverju sinni Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að það væri eðlilegt að aðstæðurnar í Ísrael setji strik í reikninginn. Það væri ákveðið árlega hvort að Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Mikilvægt væri að taka mið af aðstæðum hverju sinni en ákvörðun um þátttöku Íslands þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í haust. „Við gerum þetta reglulega, við vegum og metum aðstæður, við vegum og metum hvar keppnin er haldin og við hvaða skilyrði og hver kostnaðurinn er þannig að það að þessar aðstæður séu komnar upp núna í Ísrael það setur að sjálfsögðu eitthvað strik í reikninginn og er eitthvað sem við munum líta til þegar við erum komin á þann stað að taka ákvörðun um það hvort við verðum með eða ekki,“ sagði Skarphéðinn. Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. Vísir fjallaði fyrst um listann í gærmorgun og voru þá um 4.500 manns búnir að skrifa undir listann. Nú, tæpum sólarhring síðar, hafa því nærri 12.000 undirskriftir bæst við. Árni St. Sigurðsson hóf undirskriftasöfnunina en henni er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Á vefsíðunni þar sem undirskriftunum er safnað segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Páll Óskar er einn þeirra sem hvetur til þess að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael.vísir/anton brinkPáll Óskar og Daði Freyr vilja ekki að Ísland taki þátt Sigur Ísraels í Eurovision, og þar af leiðandi sú staðreynd að keppnin fari fram þar í landi að ári, hefur vakið hörð viðbrögð vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið í deiglunni undanfarna daga vegna mótmæla Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum en Ísraelsher hefur mætt mótmælendum af hörku. Hefur herinn drepið sextíu palestínska mótmælendur og sært að minnsta kosti 2.400 manns en framganga hefur verið fordæmd víða, meðal annars af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og embættismönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Á meðal þeirra sem hvöttu til þess í gær að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael voru tónlistarmennirnir Daði Freyr og Páll Óskar. Daði Freyr tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra og Páll Óskar fór út fyrir Íslands hönds árið 1997. Sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni í gær að hér væri „kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelhers á Palestínu og setja Ísreal mörk á alþjóðavísu.“ Hvatti hann RÚV til að nýta tækifærið og mótmæla með fjarveru Íslands í keppninni.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánVega og meta aðstæður hverju sinni Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að það væri eðlilegt að aðstæðurnar í Ísrael setji strik í reikninginn. Það væri ákveðið árlega hvort að Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Mikilvægt væri að taka mið af aðstæðum hverju sinni en ákvörðun um þátttöku Íslands þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í haust. „Við gerum þetta reglulega, við vegum og metum aðstæður, við vegum og metum hvar keppnin er haldin og við hvaða skilyrði og hver kostnaðurinn er þannig að það að þessar aðstæður séu komnar upp núna í Ísrael það setur að sjálfsögðu eitthvað strik í reikninginn og er eitthvað sem við munum líta til þegar við erum komin á þann stað að taka ákvörðun um það hvort við verðum með eða ekki,“ sagði Skarphéðinn.
Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent