Oddviti meirihlutans í Árborg ekki hræddur við íbúakosningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar. Kosningar 2018 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.
Kosningar 2018 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira