Menntamálaráðherra ekki sammála grunnskólakennurum um að stórsókn í menntamálum séu orðin tóm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. maí 2018 19:15 Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja. Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja.
Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38