Menntamálaráðherra ekki sammála grunnskólakennurum um að stórsókn í menntamálum séu orðin tóm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. maí 2018 19:15 Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja. Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja.
Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38