Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 21:00 Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira