Bróðirinn áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2018 16:36 Frá vettvangi laugardaginn 31. mars. Vísir/Magnús Hlynur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabænum Gýgjarhóli II í uppsveitum Árnessýslu þann 31. mars. Yfirstandandi gæsluvarðhald átti að renna út á mánudag en því hefur nú verið framlengt í fjórar vikur, þ.e. til klukkan 16 þann 4. júní. Á vef lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins miði vel og standa vonir til þess að unnt verði að afgreiða það fullrannsakað til héraðssaksóknara í maí. Í framhaldinu mun héraðssaksóknari fara yfir málið og taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Athygli vekur að bróðirinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum áður en yfirstandandi gæsluvarðhald rennur út. Má telja líklegt að það tengist máli Sindra Þórs Stefánssonar sem flúði fangelsið Sogni á meðan dómari tók sér sólarhringsfrest til að meta kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari eru sammála því kröfur um framlengingu gæsluvarðhalds berist dómstólum með það miklum fyrirvara að dómari hafi nægan tíma til að fara yfir kröfuna og þau gögn sem henni fylgja. Þannig geti dómstólar með góðu móti kveðið upp úrskurð áður en fyrri úrskurður rennur út segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðherra. Talið er að til átaka hafi komið á vettvangi, að því er komið hefur fram í skýrslu lögreglu. Lögregla byggir mat sitt m.a. á símtali mannsins, sem grunaður er, við Neyðarlínu þar sem hann lýsti því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra. Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins þegar hún mætti á vettvang og gleraugu kærða lágu auk þess við fætur hins látna. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54 Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08 Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabænum Gýgjarhóli II í uppsveitum Árnessýslu þann 31. mars. Yfirstandandi gæsluvarðhald átti að renna út á mánudag en því hefur nú verið framlengt í fjórar vikur, þ.e. til klukkan 16 þann 4. júní. Á vef lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins miði vel og standa vonir til þess að unnt verði að afgreiða það fullrannsakað til héraðssaksóknara í maí. Í framhaldinu mun héraðssaksóknari fara yfir málið og taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Athygli vekur að bróðirinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum áður en yfirstandandi gæsluvarðhald rennur út. Má telja líklegt að það tengist máli Sindra Þórs Stefánssonar sem flúði fangelsið Sogni á meðan dómari tók sér sólarhringsfrest til að meta kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari eru sammála því kröfur um framlengingu gæsluvarðhalds berist dómstólum með það miklum fyrirvara að dómari hafi nægan tíma til að fara yfir kröfuna og þau gögn sem henni fylgja. Þannig geti dómstólar með góðu móti kveðið upp úrskurð áður en fyrri úrskurður rennur út segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðherra. Talið er að til átaka hafi komið á vettvangi, að því er komið hefur fram í skýrslu lögreglu. Lögregla byggir mat sitt m.a. á símtali mannsins, sem grunaður er, við Neyðarlínu þar sem hann lýsti því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra. Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins þegar hún mætti á vettvang og gleraugu kærða lágu auk þess við fætur hins látna.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54 Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08 Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54
Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08
Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50