Jafn margar kvartanir vegna flugfélaga í byrjun árs og allt árið 2016 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Icelandair og WOW eru umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli. Vísir/GVA Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira