Lífið

Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ari Ólafsson á sviðinu í Lissabon í kvöld ásamt bakröddum.
Ari Ólafsson á sviðinu í Lissabon í kvöld ásamt bakröddum. vísir/ap
Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld.

Ari steig á svið í Lissabon á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision og söng lagið Our Choice eftir Þórunni Ernu Clausen. Hann komst ekki áfram í úrslitin sem fram fara á laugardaginn en vakti auðvitað athygli og hjá einhverjum vegna þess að þeim finnst hann líkjast Johnny Logan.

 

Logan er írskur söngvari sem vann Eurovision tvisvar, árið 1980 og 1987. Þá samdi hann einnig vinningslagið árið 1990.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og neðst í fréttinni myndbönd af þeim Ara og Logan í Eurovision.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×